Stjórnarformaður Bjartar framtíðar Margrét Marteinsdóttir lét hafa eftir sér á vísir.is að það væri svo mikil friður í Kópavogi núna eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar og Kópavogsbúar væru svo ánægðir ef þeir yrðu spurðir.
Það er greinilegt að hún er hætt á fréttastofu RÚV og ekki lengur á Kópavogsvaktinni. Því þetta er alrangt. Vissulega hefur nánast ekkert verið að gerast. En ég minni á að það er tvennt sem þessi meirihluti sem Björt framtíð situr í Kópvogi hefur reynt að gera og þá hefur ekki ríkt mikill friður. Það er fluttningur á bæjarskrifstofunni og skipulagsbreytingar í Furugrund 3. Þar sem íbúar er mjög ósáttir. Þá er brugðið til þess að gera það sem Björt framtíð gerir best. Að gera ekki neitt!
Og það eru í fleiri málum sem Björt framtíð hefur ásamt Sjálfstæðisflokknum ákveðið að gera ekki neitt í Kópavogi.
Glaðheimar -Hesthús Enn hefur ekki verið samið við alla eigendur hesthúsa í Glaðaheimum. Því standa en 3 hesthús í Glaðheimum. Vandamálið hverfur ekki þó að það sé ekki gengið í verkið.
Sorpa - Endurvinnslustöðin Dalvegi
Eftir að hafa verið með eina bestu aðkomu að endurvinnslustöð á höfuðborgarsvæðinu í nokkra dag. Þá var ákveðið að gera ekkert í málefnum er varðar eignarhald á landinu og minka frekar stöðina um rúmlega 400m2. Vandamálið hverfur ekki þó að það sé ekki gengið í verkið.
Þríhnjúkar
Eitt alherjar grín að verða. Aðilar koma að máli við bæinn og fá 10 milljónir. Þegar peningurinn er búinn. Stofna sömu aðilar annað fyrirtæki og mala gull á ferðaþjónustu, Jafnframt er gengið á gæði sem bærinn býr yfir og gróflega á landið. Enn er ekkert farið að gera er snýr að framtíðar hugmyndum. Vatnið verður að njóta vafans! Vandamálið hverfur ekki þó að það sé ekki gengið í verkið.
Tennishöllinn
Sótt var um leyfi til að byggja við Tennishöllina fyrir rétt um ári síðan. Björt framtíð tók málið í gíslingu. Það væri ráð að leyfa lýðræðinu að virka og taka málið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs. Hreint með ólíkindum að stjórnsýslan sé misnotuð svona. Vandamálið hverfur ekki þó að það sé ekki gengið í verkið.
Kársnes
Eftir að eigendum var gefið leyfi til að rífa þær byggingar sem stóðu á reitnum. Er kominn tími til að fara taka á hlutum. Kópavogsbær hefur tapað milljónum á því að þetta landsvæði stendur án bygginga, Vandamálið hverfur ekki þó að það sé ekki gengið í verkið.
Vatnsendi
Það mál hverfur ekki þó að það sé ekki rætt. Björt framtíð verður að sína að það sé flokkur sem vil láta taka mark á sér. Þó ekki væri nema að bærinn fari að ræða við þá aðila sem hlut eiga að málum. Vandamálið hverfur ekki þó að það sé ekki gengið í verkið.
Það er afskaplega auðvelt að sitja í bæjarstjórn og gera ekki neitt. Það er óhætt að segja að menn geta valið um hvort þetta á að vera þægileg innivinna. Eða að kjörnir fulltrúar sinni þeim störfum sem blasa við og ganga í málin, Ég hef sagt það áður og segi það enn einu sinni. Vandamálið hverfur ekki þó að það sé ekki gengið í verkið!