Eitt af því fyrsta sem núverandi meirihluti í Kópavogi gerði var að leggja niður Framkvæmdaráð. Það þótti mér mjög sérstök ákvörðun og nær hefði verið t.d. að fella hafnarstjórn þar inn ef hugsunin hefur verið að spara í nefndarkerfinu og gera frekari breytingar sem ég ætla ekki að ræða hér. Eitt af verkefnum Framkvæmdaráðs var að fá inn á borð til sín stöðu framkvænda og kalla eftir upplýsingu varðandi áform um uppbyggingu.
Þetta hefur ekki verið gert í þann tíma sem núverandi meirihluti hefur verið að störfum. Að minnstakosti hef ég ekki fundið það í fundargerðum.
Nú er svo komið að það eru enn einhverjar lóðir undir húsnæði á lausu í Kópavogi og er hægt að finna þær á heimasíðu Kópavogsbæjar. Það getur verið að það sé eitthvað síðan þessar upplýsingar voru uppfærðar án þess að ég þori að fullyrða það. Leiðinlegt er að það vantar auðvita í flóruna fjölbreyttara húsnæði. Ekki bara einbýlishús. Þetta eru þó nánast einungis stórar einbýlishúsalóðir sem núna standa til boða.
En það er þó gott er nægt framboð af þeim. Þó svo að margar hafa þann möguleika að bærinn breyti skipulagi og þétti byggð og bjóði upp á fjölbreyttara húsnæði í góðum hverfum. En það er önnur saga. Það sem er ekki eins jákvætt að það er verið að reyna selja eina eina flottustu lóð í Kópavogi sem var úthluta fyrir nokkrum árum. En það er hægt að finna þessa lóð á fasteignavef inn á visir.is Ef að Framkvæmdaráð væri starfandi væri löngu búið að óska eftir skýringum á þessu og jafnframt óska eftir úskýringum á þessum grjóthleðslum og hvað hefur verið gert á lóðinni og hvort áform séu uppi um að byggja. Þessi lóð hefur verið of lengi til sölu til þess að gera ekki neitt. Það eru ekki nema rúm 2 ár í kosningar. Upp á tærnar!
Greinlegt að búið er að vinna í lóð án þess að hægt sé að finna á vef bæjarins að nokkur umsókn hafi verið lögð inn til Kópavogsbæjar. |
Nú er svo komið að það eru enn einhverjar lóðir undir húsnæði á lausu í Kópavogi og er hægt að finna þær á heimasíðu Kópavogsbæjar. Það getur verið að það sé eitthvað síðan þessar upplýsingar voru uppfærðar án þess að ég þori að fullyrða það. Leiðinlegt er að það vantar auðvita í flóruna fjölbreyttara húsnæði. Ekki bara einbýlishús. Þetta eru þó nánast einungis stórar einbýlishúsalóðir sem núna standa til boða.
En það er þó gott er nægt framboð af þeim. Þó svo að margar hafa þann möguleika að bærinn breyti skipulagi og þétti byggð og bjóði upp á fjölbreyttara húsnæði í góðum hverfum. En það er önnur saga. Það sem er ekki eins jákvætt að það er verið að reyna selja eina eina flottustu lóð í Kópavogi sem var úthluta fyrir nokkrum árum. En það er hægt að finna þessa lóð á fasteignavef inn á visir.is Ef að Framkvæmdaráð væri starfandi væri löngu búið að óska eftir skýringum á þessu og jafnframt óska eftir úskýringum á þessum grjóthleðslum og hvað hefur verið gert á lóðinni og hvort áform séu uppi um að byggja. Þessi lóð hefur verið of lengi til sölu til þess að gera ekki neitt. Það eru ekki nema rúm 2 ár í kosningar. Upp á tærnar!