Eitt af því sem ég mundi vilja sjá Kópavogsbæ gera meira af er að skoða í hvert skipt mjög ítarlega hvort það gæti verið möguleiki á að kaupa þjónustu utanfrá áður en það auglýsir starf eða hvort það er möguleiki á að hagræða innan sveitarfélagsins. Því oft er kostur að kaupa þjónustu í þau verkefni sem þarf að gera hverju sinni og það er ekki allt verið að framkvæma þjónustu og starfsánægju könnun. Það er ekki alltaf verið að gera úttektir á einstökum verkefnum. Þetta starf verkefnastjóra er í mínum huga tilvalið til að kaupa tímabundna þjónustu til og þá er hægt að nota fjármagnið betur. T.d.ef það þyrfti að auka tímabundið við sálfræðiþjónustu á sviðinu þá væri hægt að kaupa hana líka. Núverandi meirihluti hefur verið svoldið í því að bæta við báknið. Stundum án nokkurrar skoðunnar heldur aðeins gert vegna þess að það var í stefnuskrá framboðsins. Það þarf að vera meiri fagmennska og minna fúsk hjá bæjarstjórninni í þessu en það hefur ekki batnað við komu Bjartar Framtíðar í bæjarstjórn þrátt fyrir boðskapinn.