Árið er 1887 og allri jólasveinar á Íslandi eru boðaðir á landsþing jólasveina sem haldið er á þingstaðnum gamla í Kópavogi. En sagt er frá jólasveinum í fræðingrein í morgunblaðinu um miðja síðusu öld. “Þeim er svo lýst, að þeir séu að eðlisfari líkastir púkum, og lifi mest á blótsyrðum manna og óvönduðum munnsöfnuði, þeir séu rógsamir og rángjarnir og steli einkum börnum. “
Mikil tími fór í á þessu þingi að ræða ímyndarmál sem allir voru sammála um að væru ekki nógu góð. Það yrði að bæta klæðarburð, útlit, eðlisfar og síðast en ekki síst yrði að koma inn með ákvena góðmennsku.
Því var ákveðið að efna til leika þar sem þessir “hæfileikar” mundu skera út um hvaða jólasveinar mundu taka að sér. Þessir leikar minna svolítið á vinsæla þætti og bíómynd og er talið að bæði Survivor og Hungurleikarnir eigi ættir að rekja til þessara jólasveinaleika á Íslandi sem hófust haustið 1887. skildu þessir leikar standa yfir í eitt ár og var keppt í öllum landshlutum.
Formaður dómnefndar var Leppalúði eignmaður Grýlu og aðrir í dómnefnd voru Giljagaur en hann var bróðir Grýlu og Stekkjastaur sem hafði verið í gengi með Grýlu í gamla daga
Eitt af því sem talið er hafa ráðið úrslitum er sundkeppnin í Sléttuhlíðarvatni og Sæluvikan á Sauðárkróki í maí 1888. En ekki verður farið í það nánar hér. Ákveðið var að þeir sem mundu ná 13 fyrstu sætunum mundu skipa þetta úrvalslið. Sem mundi fara í að bæta ímyndina og í stað þess að hræða börn átti að gleða börn.
Ástæða fyrir því að það voru valdir 13 er sú að einhver óvinur jólasveinanna hafði náð að koma á flot vísu sem hafði náð sér á strik meðal almennings en hún hljómar svona:
Löngum leiðir beinar
labba jólasveinar
þessa þjóðir hreinar
þrettán saman meinar
oft sér inni leyna
illir mjög við smábörnin
Miklar umræður voru strax í byrjun um hvort leyfa ætti þekktustu kvennkyns jólasveinum að taka þátt en þær eru 4 og heita Redda, Sledda, Flotsokkka og Flotnös. Það fór svo að það var ákveðið að leyfa þeim að keppa og ástæðan er talin vera sú að Redda var búinn að útvega öllum jólasveinum nýja ullarvettlinga með tveimur þumlum sem var það heitasta á markaðinum í þá daga. Eins var alltaf hægt að treysta á Reddu þegar það þurfti að bjarga einhverju. Þaðan er máltækið þetta reddast komið. En það er önnur saga.
Öllum á óvart vann Redda þetta og Flotsokka var í öðru sæti. En talið er að sveitungar Reddu. Þeir fjórmenningar Tífall, Tútur, Litli-Pungur og Bjálfinn sjálfur hafi verið með þeim í bandalagi í fyrstu en þeir eru þekktir meðal Jólasveina fyrir gríðarlegan áhuga og stuðning við jafnrétti.
En 20 fyrstu í leikunum voru eftirfarandi jóalsveinar 1. Redda, 2. Flotsokka, 3. Stúfur 4. Þvörusleikir, 5. Pottasleikir 6. Askasleikir, 7. Hurðaskellir, 8. Skyrgámur, 9. Bjúgnakrækir, 10. Gluggagægir, 11. Gáttaþefur, 12.Ketkrókur, 13. Kertasníkir 14. Baggalútur, 15.Dúðadurtur, 16 Þvengjaleysir, 17. Flautaþyrill, 18.Faldafeykir, 19-20 Sledda og Flotnös urð jafnar en þær höfðu báðar meiðst illa í slagmálum í Breiðdal við þá Flotsleiki, Gangagægir, Svartaljót og Svellabrjót.
Þegar þetta er ljóst haustið 1888 eru jólasveinar alveg snælduóðir og kalla hvorn annan öllum illum nöfnum er gengið til atkvæða en alls höfðu rúmlega 70 jólasveinar atkvæðisrétt engu að síður var þessu vísað til dómnefndar eftir slagsmál í margar vikur sem ekki var til að bæta ímyndina.
Dómnefndinn ákvað að þeirr Stekkjastaur og Giljagaur mundu víkja úr dómnefnd og taka sæti þeirra Reddu og Flotsokku. Þrátt fyrir að þeir væru ekki jólasveinar. En Baggalútur og Dúðadurtur sem lentu í 14 og 15 sæti vildu að þeir yrðu færðir upp í úrvalsdeild en það var ekki gert og stofnuðu þeir þá hljómsveit. En það er önnur saga.
Þetta varð því niðurstaðan:
1. Stekkjastaur, 2. Giljagaur, 3. Stúfur 4. Þvörusleikir, 5. Pottasleikir 6. Askasleikir, 7. Hurðaskellir, 8. Skyrgámur, 9. Bjúgnakrækir, 10. Gluggagægir, 11. Gáttaþefur, 12.Ketkrókur, 13. Kertasníkir
Fljótlega upp úr aldarmótum 1900 dóu bæði Stekkjastaur og Giljagaur en þær Redda og Flotsokka dulbjuggust og hafa uppfrá því komið með gerviskegg til byggða og dulbúið sig sem Stekkjastaur og Giljagaur. En talið er nú að á næsta ári munu þær fella skeggið og fara til fjalla sem þær sjálfar og um næstu jól mun Redda koma fyrst til byggða sem hún sjálf. En þá eru ákkúrat liðinn 130 ár síðan hún vann þessa keppni. #$önnsaga
Heimildir:
1. https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dslensku_j%C3%B3lasveinarnir
2. http://www.arnastofnun.is/page/arnastofnun_nafn_nefnir_AB
3. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3286538
(Sett á facebook jólin 2017)