fimmtudagur, 21. janúar 2021

Síðasta lóðin

 Núna í maí verður Kópavogur 66 ára.  Sögu Kópavogs þekkja flestir en Kópavogur byggðist hratt upp því ávalt var lóðaskortur í Reykjavík.  Nú er svo komið að það á líka við um Kópavog.  Það er engin laus lóð í Kópavogi því í dag samþykkti bæjarráð að úthluta síðustu lausu lóðinni á vef Kópvogsbæjar.  

1.2101228-Urðarhvarf 10. Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði

Það er full ástæða til að flagga í hálfa stöng við bæjarskrifstofur Kópavogs.  Ég segi að þetta sé fyrst og fremst þeirri ládeyðu sem einkenndi þann meirihluta sem starfaði á árunum 2014-2020.  Engin framtíðarsýn, engvar lausnir, engvir leikskólar byggðir. Ekkert að frétta.  Það tekur sinn tíma að breyta kúrs á skipi sem flotið hefur sofandi að feigðarósi í 4 ár.  Það er því kominn tími til að bretta upp ermar.  Auglýsa Glaðheima, ná samningum við dánarbúið og ríkið um það land sem við eigum fyrir byggingar í heimalandi Kópavogs.  Árangur áfram ekkert stopp.

En nú er bleik brugðið það er hægt að fá úthlutað lóðum í Reykjavík!  Engin í Kópavogi.