fimmtudagur, 30. júní 2022

Hvað má útivistarsvæði kosta?

 

Nú er búið að klára samþykkt á Arnarnesveginum bæði í Kópavogi og í Reykjavík. Ekki að ég hafi nokkra samúð með Reykvíkingum varaðandi legu vegarins á milli Kópavogs og Reykjavíkur þarna í Vatnsendahvarfinu. Því það er margbúið að fara illa með okkur í Kópavogi og færa vegastæðið langt inn í land Kópavogs og að auki búið að gjörbreyta mislægum gatnamótum á mótum Breiðholtsbrautar og gera þau ljósastýrð með miklu verra fæði en best hefði verið á kosið. Í dag er engin bæjarfulltrúi í Kópavogi eða í stjórnkerfinu á umhverfissviði sem þekkir til hvernig þessi vegur hefur þróast og man ég að þegar við vorum að gefa eftir með vegstæðið að þá var alltaf vissan fyrir því að það væri þó alltaf mislæg gatamót á móts við Breiðholtsbraut sem ætti að gera það að verkum að gott flæði væri tryggt. En svo árið 2018 skipar dýralæknirinn Sigurður Ingi dýralækni sem yfirmann Vegagerðarinnar. Það kann ekki góðri lukku að stýra að allir sem koma að því að stjórna og hafa hve mestu áhrif á samgöngur á höfuðborgarsvæðinu séu dýralæknarnir þrír og svo læknirinn í Reykjavík. Þá árið 2018 við þessa skipun mátti vita að þetta yrði ekki faglegt mat heldur Reykvískt mat. En gamli vegamálastjórinn hefði aldrei gefið þetta eftir. Öryggi og flæði hefði alltaf verið í fyrsta sæti.


Niðurstaða á vegastæði og vegamótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar


Hér er mynd af mislægum vegamótum eins og lagt var af stað með áður en dýralæknirinn skipaði dýralæknirinn sem vegamálastjóra árið 2018

En nóg um það. þetta er komið og núna er bara að hefja framkvæmd. En ef ég mætti ráða þá yrði þessi vegur settur í stokk (greitt sameiginlega af Kópavogi, Reykjavík og Vegagerðinni) og við það fengist heilmikið land sem bæði væri hægt að nota fyrir nýar byggingar og ekki síst tryggja að þarna væri frábært útivistarsvæði fyrir íbúa hvort sem væri í Kópavogi og Reykjavík.  Þarna væri auðvelt að gera sambærilegt svæði og Rútstún sem nýta má fyrir ýmsar uppákomur fyrir íbúa í hverfinu og ekki síður gera frábærar sleðabrekkur eins og er á Rútstúni. En ég hef ekki enn séð neinn setja þetta fram og geri ekki ráð fyrir því að nokkur vilji sé til þess þar sem þetta væri alltaf kostnaður og hvað má útivistarsvæði kosta?


https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/06/29/segir_framsokn_hafa_svikid_kosningaloford_i_dag/


https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/tillaga-ad-utfaerslu-vegamota-arnarnesvegar-og-breidholtsbrautar


https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/dyralaeknir-verdur-vegamalastjori/


https://eirikurjonsson.is/slatti-af-dyralaeknum/