sunnudagur, 20. ágúst 2017

Friðurinn út í bæjarstjórn Kópavogs

Það er alltaf fróðlegt að lesa fundargerðir bæjarstjórnar og bæjarráðs Kópavogs.  Nú er ljóst að bæjarfulltrúar eru farnir að átta sig á að það styttist hratt í kosningar og það speglast í fundargerðum. Meirihlutinn farinn að reyna fá stig fyrir viðleitnin og lofa fran á næsta kjörtímabil sem munu kosta á næstu árum bæjarsjóð mikla fjármuni.  En undanfarið hefur þessum meirhluti tekist einstaklega illa upp með að reka bæjarsjóð og verður fróðlegt að sjá ársreikning fyrir árið 2017.  Það er fyrirséð að bæjarsjóður mun auka skuldahlutfall sit aftur og nú er lítið inn á bók.  Ekki eins og var þegar þessi meirihluti tók við og yfir 500 íbúðir voru til á lager hjá Kópavogsbæ.  En núna er engin íbúð til úthlutunar (mögulega er að koma inn eitt fjölbýlsihús með 43 íbúðum).  Því eins og ágætur sjálfstæðismaður sagði svo vel "það er kúnst að þola góðæri"  og þegar bæjarstjórn hefði átt að vera leggja áherslu á viðhald skóla og leikskóla var það ekki gert heldur verið að setja upp rólur og leiktæki sem vissulega er skemmtilegt.  En það þarf að forgangsraða og það hefur þessi bæjarstjórn sýnt fram á að hún er óhæf í gera.  Því það hefur legið lengi fyrir að húsnæðið er að eldast og þörf er á auknu viðhaldi víða í bænum. En hér er dæmi um fundargerð sem meirhlutinn er að fara með í prófkjör og kosningar.   

Tveimur vikum seinna vaknar minnihlutinn og hefur nú líka áttað sig á að það er að styttast í kosningar og nú er byrjað að bóka sem aldrei fyrr.  Hér er dæmi um fundargerð þar sem minnihlutinn er voða duglegur að bóka.  Það er ekki nokkur afsökun að það séu margir nýliðar í hópi þeirra bæjarfulltrúa sem eru í minnihlutanum.  Það á við um meirihlutann líka.  Það þarf að sinni því starfi að vera bæjarfulltrúi það er ekki bara flottur titill og skraut sem menn bera á tyllidögum.  Kópavogur er stórt og kraftmikið bæjarfélag sem á það skilið að því sé sinnt af ástríðu og kappi.  Nýverið hitti ég bæjarfulltrúa sem fannst að ég væri helst til neikvæður í þeirra garð.  Það er ekki neikvæðni að benda á það sem ekki er gert og það sem betur mætt fara.  Fram til þessa hafa 11 manns verið í klappliði bæjarstjórnar.  Þó að vísbendingar séu um að minnihlutinn sé að átta sig á að það borgar sig ekki að fara niður með sökkvandi skipi.  Það er líka ástæða til að ætla að þetta fólk geti haldið eigin verkum hátt á lofti.  Það er ekki neitt sem ég hef löngun til að gera.  Enda ekki áhugaverð afrekaskrá. 

Að lokum þetta.  Hér fyrir neðan eru myndir af nýju skólastofunum í Kársnesskóla.  Það er skólasetning á þriðjudaginn og það er að hefjast kennsla á miðvikudaginn.  Nú hefði verið gott að eiga inni þá daga og vikur sem fór í að hugsa málið og komast að niðurstöðu um hvað ætti að gera.  Stundum þarf einfaldlega að vera tilbúinn til að vinna hratt og örugglega.